12.09.2011
Annað námskeið um skjalavörslu grunnskóla á vegum Félags héraðsskjalavarða á Íslandi verður haldið
12. október n.k. Námskeiðið verður með sama sniði og námskeið sem haldið var miðvikudaginn 24. ágúst 2011. Fundurinn verður
haldinn gegnum fjarfundabúnað og er ætlaður skólastjórum, starfsmönnum grunnskóla, sveitarfélaga, skjalastjóra auk starfsmanna á
héraðsskjalasöfnunum.
25.08.2011
Í gær hélt Félag héraðsskjalavarða á
Íslandi fræðslufund um skjalamál grunnskóla. Fundurinn var haldinn í Háskólafélagi Suðurlands á Selfossi í gegnum
fjarfundabúnað og alls voru rúmlega 60 þátttakendur á fundinum. Af þeim voru 10 þátttakendur saman komnir í Símey á
Akureyri. Fundurinn verður endurtekinn í október þar sem margir skjólastjórar voru uppteknir í dag vegna anna í upphafi skóla. Það
voru starfsmenn menntasviðs Reykjavíkurborgar og Borgarskjalasafns sem fluttu erindi á fundinum og nánar má lesa um hann á síðu Félags
héraðsskjalavarða hér.
30.05.2011
Fyrir helgina bárust safninu merk skjöl úr Svalbarðsstrandarhreppi þar sem að á ferð voru skjöl frá Svalbarðskirkju og
sóknarnefnd hennar og gerðabækur Kvenfélags Svalbarðsstrandar frá upphafi, þ.e.a.s. frá 1901 til 1989. Í fyrstu fundargjörð
félagsins segir:
18.05.2011
Í dag afhenti Agla Sigurðardóttir, kennari og tölvunarfræðingur á Akureyri, safninu handrit úr fórum
föður síns, Sigurðar Guðjónssonar, bæjarfógeta á Ólafsfirði.
05.04.2011
Tryggvi Þorsteinsson, skólastjóri og skátahöfðingi með meiru hefði orðið 100 ára 24. apríl næstkomandi. Til að heiðra
minningu hans hafa skátar á Akureyri sett upp glæsilega sýningu honum til heiðurs í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns.
01.04.2011
Héraðsskjalaverðir hafa á undanförnum misserum rætt um langtímavarðveislu rafrænna gagna sveitarfélaga; nauðsyn, möguleika,
kostnað og tæknilegar forsendur.
21.03.2011
Rúmt ár er liðið síðan Félag héraðsskjalavarða hratt af stað átaki, í samstarfi við Biskupsstofu, um söfnun skjala
sóknarnefnda. Einhver staðar segir að lengi megi eiga von á einum og víst má segja það í þessu tilviki því
miðvikudaginn 16. mars barst okkur nokkuð af skjölum sóknarnefnda í Möðruvallaklaustursprestakalli.
02.03.2011
Starfsfólk Héraðsskjalasafns og Amtsbókasafns hafa nú tvo undanfarna miðvikudaga sótt námskeið um þjónustu. Námskeiðin
eru hluti af innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar. Í fyrra skiptið flutti Örn Árnason
09.02.2011
Jafnt og þétt er unnið að skráningu og frágangi en skrárnar eru settar inn á heimasíðuna okkar þegar þær eru
tilbúnar. Nýlegar viðbætur eru t.d. frá Félagi norðlenskra steinasafnara (F-315) og frá Markúsi Meckl lektor við
Háskólann á Akureyri (G-241). Markús afhenti í janúar 2009 ljósrit af gögnum úr skjalasöfnum austur-þýsku
öryggislögreglunnar er varða Ísland og Íslendinga og stundum hafa verið kölluðu Stasi-skjölin. Skjölin eru ekki persónugreinanleg og
varða land og þjóð almennt.
03.01.2011
Þann 30. desember sl. voru auglýstar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um frágang,
skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila og tóku þær gildi þann 1. janúar 2011.
Reglurnar gilda m.a. um sveitarfélög, stofnanir þeirra og nefndir, svo og alla aðra sem skilaskyldir eru til héraðsskjalasafna og
Þjóðskjalasafns.