Úr fundargerðabók afmælisnefndar vegna 100 ára afmælis kaupstaðarins

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 21. febrúar 1961 var samþykkt tillaga bæjarráðs frá 15. febrúar um kosningu 5 manna nefndar (4ra auk bæjarstjóra) til að undirbúa og sjá um hátíðahöld í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Akureyrar 29. ágúst 1962.

Á bæjarstjórnarfundinum hlutu þessir kosningu í nefndina:

Aðalmenn:
Magnús E. Guðjónsson [bæjarstjóri]
Bragi Sigurjónsson [bæjarfulltrúi]
Jakob Frímannsson [bæjarfulltrúi]
Jónas G. Rafnar [bæjarfulltrúi]
Rósberg Snædal [skáld]

Varamenn:
Stefán Stefánsson
Jón Sigurgeirsson
Stefán Reykjalín
Helgi Pálsson
Jón Ingimarsson

Til fróðleiks má bæta því við að í september 2009 skipaði bæjarráð undirbúningshóp vegna 150 ára afmælisins 2012.  Í nefndinni áttu sæti Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Helena Karlsdóttir.  Tryggvi Þór Gunnarsson tók sæti Sigrúnar í júlí 2010.  Það var svo ákveðið í bæjarráði í febrúar 2011 að undirbúningshópurinn yrði afmælisnefnd og fengi erindisbréf.