Sýning á skjölum Kvennaframboðsins á Akureyri

Gestir fundarins skoða sýninguna
Gestir fundarins skoða sýninguna
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars bauð Jafnréttisstofa upp á dagskrá á Hótel KEA helgaða 30 ára afmæli Kvennaframboðsins á Akureyri. Héraðsskjalasafnið geymir
  nokkuð af skjölum Kvennaframboðsins og setti af þessu tilefni upp sýningu á þeim á fundarstaðnum á meðan að á dagskránni stóð. Tilgangurinn með sýningunni var að auðvelda fólki að rifja upp minningar frá upphafi Kvennaframboðsins og að vekja athygli á því að safnið geymi þessi skjöl. Einnig átti sýningin að minna á nauðsyn þess að koma þeim skjölum sem enn leynast í heimahúsum í örugga geymslu á safninu.