Fréttir

Félag héraðsskjalavarða krefst endurskoðunar á framlagi ríkisins til héraðsskjalasafna

Á tveggja daga ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi sem haldin var í Vestmannaeyjum 24. - 26. sept. 2014 var aðallega fjallað um ný lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hvað þau hafa í för með sér varðandi rekstur og starfsemi héraðsskjalasafnanna. Ljóst er að lögin hafa í för með sér auknar skyldur og verkefni m.a. hvað varðar eftirlit, ráðgjöf og önnur samskipti við skilaskylda aðila en verulega skortir á að söfnin fái nauðsynlegt fjármagn til að mæta þessum kröfum.

Ferð um Ódáðahraun 3. - 12. ágúst 1940

Vegna jarðskjálftanna í og við Bárðarbungu grípum við niður í dagbók Ólafs Jónssonar úr ferð hans og Gunnbjörns Egilssonar um Ódáðahraun í ágúst 1940. 6. ágúst Við vöknuðum kl. 2 og er þá ennþá hálfrokkið.  Ferðbúnir erum við Kl 4. Veðrið er prýðilegt kyrt og bjart.  Þó er ofurlítill þokuslæðingur á Herðubreið, en Kverkfjöllin eru hrein, sömuleiðis Snæfellið. Við förum fyrst suður með vötnunum og síðan suður í hraunið, stefnum milli Lofts og Upptyppinga ... Smám saman verða hraunhólarnir strjálli en sandflesjurnar stækka og vikurinn eykst og þegar komið er suður á móts við Hlaupfell göngum við á óslitnum þykkum vikri.  Þá tökum við af okkur þungu gönguskóna en setjum upp létta skó ... og okkur skilar vel suður vikrana í áttina til Vaðöldunnar.

Kosningaréttur kvenna 99 ára - Kvennasöguganga um Oddeyrina

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Árið 1882 höfðu konur fengið takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórnakosninga sem síðan var víkkaður út til jafns við karla árið 1908. Á Akureyri gerðist það þó að kona kaus til bæjarstjórnar árið 1863.

Skjöl Vélstjórafélags Akureyrar afhent

Í gær, 20. maí, voru Héraðsskjalasafninu á Akureyri afhent merkileg skjöl, sem ekki hefðu mátt glatast.  Þar var um að ræða skjöl frá Vélstjórafélagi Akureyrar sem stofnað var 5. janúar 1919.

Ólafur Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður er látinn

Ólafur S. Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést sunnudaginn 11. maí 2014. Ólafur fæddist 20. nóvember 1947, sonur Ásgeirs Ólafssonar er var forstjóri Brunabótafélagsins og konu hans Dagmarar Gunnarsdóttur, elstur fjögurra systkina.

Samskrá um einkaskjalasöfn - um 765 skráningar frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Nú er unnið að gerð samskrár yfir einkaskjöl í skjalasöfnum landsins. Nefnd skipuð fulltrúum frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni hefur unnið að undirbúningi

Matreiðslunámskeið fyrir 100 árum

Myndin hér fyrir neðan er á póstkorti útgefnu af Jóhanni Ragúelssyni á Akureyri og sýnir eins og stendur í texta: Cookery School at „Caroline Rest“ Akureyri. Póstkortið fylgdi einkaskjalasafni sem verið var að ganga frá til geymslu fyrir skemmstu. George Schrader var auðugur þýskur maður, búsettur í Bandaríkjunum. Hann varði auði sínum til líknarmála og var sérstakur velgjörðarmaður Akureyringa. Eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur var að koma á fót matreiðslunámskeiði fyrir ungar stúlkur í Caroline Rest, gistihúsi því sem hann hafði látið byggja fyrir hesta og reiðmenn sem til bæjarins komu. (Sjá Steindór Steindórsson: Akureyri: Höfuðborg hins bjarta norðurs. 1993).

Jólasýning

Þetta árið tekur Héraðsskjalasafnið þátt í jólasýningu Amtsbókasafnsins, Jólin á síðustu öld, með því að leggja til jólakort úr einkaskjalasöfnum. Sýningin samanstendur af gömlum jólatímaritum, auglýsingum, jólakortum og fleiru.

Þú gætir fundið fjársjóð !

Norræni skjaladagurinn er haldinn ár hvert annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“ sem vísar til þess að í skjalasöfnunum eru merkilegar heimildir um sögu landsins og mannlíf. Þar getur hver og einn fundið sinn fjársjóð.  

Bleik skjöl í bleikum október

Héraðsskjalasafnið á Akureyri sýnir bleik skjöl í október til að minna á söfnunar- og árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini. Sýningarkassinn er í afgreiðslu Amtsbókasafnsins. Ekki er æskilegt að nota litaðan pappír fyrir langtímavarðveislu skjala, en skjölin á sýningunni eru frá árunum 1906-1978. Skjölin eru af ýmsum toga, svo sem: