Fréttir

Kosningaréttur kvenna 99 ára - Kvennasöguganga um Oddeyrina

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Árið 1882 höfðu konur fengið takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórnakosninga sem síðan var víkkaður út til jafns við karla árið 1908. Á Akureyri gerðist það þó að kona kaus til bæjarstjórnar árið 1863.

Skjöl Vélstjórafélags Akureyrar afhent

Í gær, 20. maí, voru Héraðsskjalasafninu á Akureyri afhent merkileg skjöl, sem ekki hefðu mátt glatast.  Þar var um að ræða skjöl frá Vélstjórafélagi Akureyrar sem stofnað var 5. janúar 1919.

Ólafur Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður er látinn

Ólafur S. Ásgeirsson fyrrverandi þjóðskjalavörður lést sunnudaginn 11. maí 2014. Ólafur fæddist 20. nóvember 1947, sonur Ásgeirs Ólafssonar er var forstjóri Brunabótafélagsins og konu hans Dagmarar Gunnarsdóttur, elstur fjögurra systkina.

Samskrá um einkaskjalasöfn - um 765 skráningar frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Nú er unnið að gerð samskrár yfir einkaskjöl í skjalasöfnum landsins. Nefnd skipuð fulltrúum frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, Þjóðskjalasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni hefur unnið að undirbúningi

Matreiðslunámskeið fyrir 100 árum

Myndin hér fyrir neðan er á póstkorti útgefnu af Jóhanni Ragúelssyni á Akureyri og sýnir eins og stendur í texta: Cookery School at „Caroline Rest“ Akureyri. Póstkortið fylgdi einkaskjalasafni sem verið var að ganga frá til geymslu fyrir skemmstu. George Schrader var auðugur þýskur maður, búsettur í Bandaríkjunum. Hann varði auði sínum til líknarmála og var sérstakur velgjörðarmaður Akureyringa. Eitt af því sem hann tók sér fyrir hendur var að koma á fót matreiðslunámskeiði fyrir ungar stúlkur í Caroline Rest, gistihúsi því sem hann hafði látið byggja fyrir hesta og reiðmenn sem til bæjarins komu. (Sjá Steindór Steindórsson: Akureyri: Höfuðborg hins bjarta norðurs. 1993).

Jólasýning

Þetta árið tekur Héraðsskjalasafnið þátt í jólasýningu Amtsbókasafnsins, Jólin á síðustu öld, með því að leggja til jólakort úr einkaskjalasöfnum. Sýningin samanstendur af gömlum jólatímaritum, auglýsingum, jólakortum og fleiru.

Þú gætir fundið fjársjóð !

Norræni skjaladagurinn er haldinn ár hvert annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“ sem vísar til þess að í skjalasöfnunum eru merkilegar heimildir um sögu landsins og mannlíf. Þar getur hver og einn fundið sinn fjársjóð.  

Bleik skjöl í bleikum október

Héraðsskjalasafnið á Akureyri sýnir bleik skjöl í október til að minna á söfnunar- og árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini. Sýningarkassinn er í afgreiðslu Amtsbókasafnsins. Ekki er æskilegt að nota litaðan pappír fyrir langtímavarðveislu skjala, en skjölin á sýningunni eru frá árunum 1906-1978. Skjölin eru af ýmsum toga, svo sem:

Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi

Dagana 23. og 24. september sóttu skjalaverðir safnsins árlega ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða á Íslandi en hún var haldin i Kópavogi að þessu sinni, nánar til tekið í salnum á 3. hæð í stúkunni við Kópavogsvöll. Á ráðstefnunni voru nokkrar málstofur, þar sem tekið var á ýmsum þáttum í daglegu starfi safnanna. Má þar nefna staðlaða skráningu skjalasafna og reglur um aðgengi að þeim, nýlegar útgáfur skjalasafna bæði prentuð rit og á vef, samstarf við sögufélög og klasasamstarf héraðsskjalasafnanna um átak í söfnun skjala og margt fleira. Þetta er þriðja ráðstefnan sem félagið heldur, árið 2011 var hún í Reykjavík og árið 2012 var hún haldin á Akureyri.  Þessi ráðstefna er vettvangur fyrir starfsmenn skjalasafnanna að kynnast og efla samstarf sín á milli. Einnig til að árétta mikilvægi starfs þeirra fyrir sveitarfélögin, bæði hið stjórnsýslulega hlutverk safnanna sem snýr að varðveislu skjala sveitarfélaganna og veitingu aðgengis að þeim og hið menningarlega hlutverk sem snýr að eflingu á þekkingu á sögu viðkomandi héraða. Kópavog heimsóttu af þessu tilefni fulltrúar frá 17 héraðsskjalasöfnum af öllu landinu, en söfnin eru nú 20 talsins.

Afmælisdagur Akureyrarkaupstaðar er í dag - höfuðdag

Í dag er Höfuðdagurinn en 29. ágúst hefur heitið svo frá því að Heródes lét hálshöggva Jóhannes skírara að áeggjan konu sinnar og stjúpdóttur árið 31 e.kr. Gömul trú er sú að veðurfar muni breytast með Höfuðdegi og segir svo frá því á einum stað: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga." Akureyrarkaupstaður er 151 árs í dag og er þess skemmst að minnast að mikil hátíðahöld voru á Akureyri í tilefni af 150 ára afmælinu árið 2012. Hægt er að rifja upp eldri fréttir hér á síðunni sem birtust vikulega af tilefni afmælisins og einnig er enn hægt að skoða síðuna https://www.facebook.com/Akureyri150 en þar má sjá margt fróðlegt og skemmtilegt um afmælisárið.