Núna á aðventunni fengum við nokkrar myndir úr kjörbúðum KEA. Margar þeirra voru teknar á búðarfundum þar sem bæjarbúum voru kynntar helstu nýjungar og einnig gátu þeir komið á framfæri óskum og ábendingum varðandi þjónustu og vörur. En þarna voru líka nokkrar jólamyndir. Sýnishorn er að finna hérna.