22.06.2015
Það hefur ekki farið framhjá neinum að konur og vinnuhjú eiga 100 ára kosningaréttarafmæli nú um þessar mundir. En
það hefur ekki farið eins hátt að 19. júní 1915 fengu konur og vinnuhjú kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og árið 1915
voru konur búnar að fá kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna.
16.06.2015
Vilhelmína Lever höndlunarborgarinna á Akureyri var fyrsta konan sem kaus í opinberum kosningum á Íslandi þegar hún kaus við fyrstu
bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í mars 1863. Til þess að mega kjósa þurftu kjósendur að vera heiðarlegir, vera fullmyndugir
menn þ.e. standa á eigin fótum, vera 25 ára eða eldri, uppfylla viss skilyrði varðandi búsetu og greiða 18 fiska eða meira til
bæjarsjóðs Akureyrar. Vilhelmína uppfyllti öll þessi skilyrði en það gerði Kristbjörg Þórðardóttir
húskona líka. Vilhelmína mætti á kjörstað en Kristbjörg ekki.
16.04.2015
Að afloknum fundi Þjóðskjalasafns Íslands með héraðsskjalavörðum á Háskólatorgi í dag var haldið í
Þjóðskjalasafn Íslands þar sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnaði formlega nýjan vef.
Þessi vefur einkaskjalasafn.is hýsir upplýsingar um einkaskjalasöfn sem varðveitt eru í söfnum um
land allt.
Nú er um að gera að prófa vefinn og athuga hvort þið finnið þarna upplýsingar um hvort skjöl ættingja, vina, sögulegra persóna,
verkakvenna, ráðherra, rafvirkja, húsmæðra eða hvers svo sem þið kjósið að leita að eru varðveitt á einhverju safni !
18.02.2015
Í tilefni öskudagsins þar sem löngum hefur verið sleginn kötturinn úr tunnunni á Akureyri eru hér birtar myndir úr skjalasafni
Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Léttismenn sáu bæjarbúum um árabil fyrir þeirri skemmtun um sumarmál að slá
köttinn úr tunnunni.
23.01.2015
Komdu norður er líklega búið að skapa sér þann sess að flestir tengja það við tilraunir Akureyringa til þess að fá
fleiri gesti til bæjarins, oftar er ekki í einhverjum lotum eða kynningarvikum. Kaupmenn, hótelstýrur, kokkar, leikhúsfólk og aðrir hafa sett saman
auglýsingar þar sem miklir og góðir kostir þess að sækja Akureyri heim hafa verið tíundaðir og tilboð og ,,einstök
tækifæri" hafa verið í boði undir merkjum Komdu norður.
18.12.2014
Núna á aðventunni fengum við nokkrar myndir úr kjörbúðum KEA. Margar þeirra voru teknar á búðarfundum þar sem
bæjarbúum voru kynntar helstu nýjungar og einnig gátu þeir komið á framfæri óskum og ábendingum varðandi þjónustu og
vörur. En þarna voru líka nokkrar jólamyndir. Sýnishorn er að finna hérna.
12.12.2014
Árið 1953 var tekin upp sú nýlunda að sérstakur sendibíll var gerður út á vegum Brauðgerðar KEA og fór um
nágrannasveitirnar einu sinni í viku. Brauðbíllinn var á ferðinni alla virka daga frá 10 að morgni fram að kvöldmat.
07.11.2014
Norræni skjaladagurinn er haldinn árlega annan laugardag í nóvember, nú 8. nóv. og er að þessu sinni helgaður vesturförum. Í
Héraðsskjalasafninu á Akureyri er varðveitt mikið magn heimilda sem snerta Vestur-Íslendinga. Þar eru sendibréf, dagbækur, ljósmyndir og
endurminningar fjölmargra einstaklinga sem tóku sig upp og fluttu til fjarlægs lands. Einnig er þar að finna heimildir um ástæður flutninganna, uppboð
og úttektir, kirkjubækur, manntöl og fleiri opinberar heimildir sem snerta brottför fólksins.