Við hvað störfuðu Akureyringar árið 1862 ?

T.v. er Sigurbjörg Jónsdóttir fædd 1862, hún bjó þá líka í þessu sama húsi hjá foreldrum sínum. Húsi…
T.v. er Sigurbjörg Jónsdóttir fædd 1862, hún bjó þá líka í þessu sama húsi hjá foreldrum sínum. Húsið var kallað Syðstahús eða Sibbukofi (Aðalstræti 82)

Á Akureyri voru 294 íbúar árið 1862. Í manntali það ár má sjá að þessir íbúar gegndu hinum margvíslegustu störfum, en stór hluti hafði ekki starfsheiti t.d. börn og gamalmenni og giftar konur voru taldar upp á eftir eiginmönnum sínum og titlaðar "kona hans". Hér á eftir má sjá helstu
starfsheitin og fjölda starfa:
Vinnukonur 39
vinnumenn 12
tómthúsmenn 17
húskonur 10
húsmaður 1
ráðskona 1
verslunarþjónar 11
verslunarstjórar 3
kaupmenn 2
lyfsali 1
lyfsalasveinn 1
fyrrv. lyfsali 1
gestgjafakona 1
borgari 1
beykir 1
snikkarar/timburmenn 8
smíðapiltar 2
bókbindarar 3
gullsmiðir 5
járnsmiðir 3
prentarar 2
söðlasmiður 1
saumakona 1
námspiltur 1
ritstjóri 1
læknir 1
skipstjóri 1
cand theol/barnakennari 1
umboðsmaður 1
sýslumaður 1
skrifari 1
ekkjur sem "lifðu af sínu" 3