Þú gætir fundið fjársjóð !

Lengi er von á einum
Lengi er von á einum
Norræni skjaladagurinn er haldinn ár hvert annan laugardag í nóvember. Í ár er þema skjaladagsins „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“ sem vísar til þess að í skjalasöfnunum eru merkilegar heimildir um sögu landsins og mannlíf. Þar getur hver og einn fundið sinn fjársjóð.
 
Að venju hefur verið opnaður sérstakur vefur http://www.skjaladagur.is/. Þar má finna margvíslegan fróðleik frá skjalasöfnunum sem tengist þema dagsins. Hægt er að lesa nánar um þemað í leiðara skjaladagsins.

Á vef þessum er Héraðsskjalasafnið á Akureyri með tvo pistla en þeir heita "Möðrufellslangloka" og "Lengi er von á einum" og lýsa því hvernig tveir gestir safnsins fundu einn daginn sína fjársjóði.