Fréttir

Herinn kemur til Akureyrar

Þeir komu til bæjarins með varðskipinu Ægi en Akureyringar höfðu vitað það í nokkra daga að þeir voru á leiðinni og bjuggust við hinu versta. Um bæinn gengu sögur, óvissan var mikil og vangaveltur ýmsar; hvernig yrðu þeir í háttum, mun koma þeirra leiða til loftárása og yrði konum óhætt? Svo komu þeir og dagurinn var 17. maí og árið 1940.

Loftvarnanefnd Akureyrar og kirkjuklukkurnar

Árin 1940 – 1942 var starfandi á Akureyri, líkt og víðar á landinu, loftvarnarnefnd. Upphafið má rekja til þess að Sigurður Eggerz bæjarfógeti kallaði þá Steinn Steinsen bæjarstjóra og Gunnar Schram símstjóra sér til aðstoðar í nefndina. Nefndin kom saman til fyrsta fundar 11. júní 1940 og setti saman leiðbeiningar fyrir almenning og ræddi um staði sem nota mætti til skjóls ef til loftárása kæmi.

Lokað frá 2. nóvember

Safnið verður lokað frá og með 2. nóvember vegna sóttvarnaráðstafana. Safnið verður opnað að nýju strax og mögulegt er. Við minnum ykkur á að hægt er að hafa samband við okkur með því að senda fyrirspurn hér á síðunni, senda okkur tölvupóst og eins er hægt að hringja. Förum að öllu með gát - saman tekst okkur þetta.

Breyttur opnunartími frá áramótum

Frá og með næstu áramótum breytist opnunartími safnsins þannig að lokað verður á miðvikudögum. Safnið verður þá opið mánudaga, þriðjudag, fimmtudaga og föstudaga 10.00 til 16.00. Þessi breyting er gerð í því skyni að betra svigrúm gefist til þess að heimsækja stofnanir og fyrirtæki og aðstoða við skjalastjórnun og rétt vinnubrögð á því sviði.

,,Út í Eyjum" - Norðurpóll

Árið 1907 fékk Kristján Markússon (1872-1932) trésmiður leigða lóð undir hús sem hann hafði þegar byggt við Gránufélagsgötu. Húsið var í miðju síkjalandinu á Oddeyri og sagt var að það stæði ,,út í Eyjum“, umkringt votlendi og smátjörnum. Húsið fékk síðar húsnúmerið Gránufélagsgata 57a.

Glerárgarðurinn - varnir gegn ágangi Glerár

Þann 12. janúar 1917 birtist grein í Íslendingi sem hefst á þessum orðum: Það hefir oft verið um það rætt, að Akureyarbæ standi talsverð hætta af Gleránni, einsog um hana er búið nú, og oftar en einu sinni hefir það komið fyrir, að annaðhvort Glerárin sjálf eða tóvélalækurinn hafi bólgnað svo upp í hríðum, að þau hafi hlaupið úr farveg sínum og flætt suður að húsunum á Oddeyri og gert þar allskonar óskunda, svo sem runnið inn í kjallara o.s.frv.

Sorphaugarnir við Gránufélagsgötu

Mannvist hófst á Oddeyri 1858 og skömmu síðar eða 1866 var Oddeyrin lögð til Akureyrarkaupstaðar. Gránufélagið eignaðist Oddeyrina 1871 og verslunarhús þess reis skömmu síðar. Upp frá því fór húsum að fjölga á Eyrinni og önnur starfsemi að dafna. Þó svo að einhver hús risu Eyrinni og götur eins og Strandgata, Lundargata, Norðurgata og Gránufélagsgata yrðu til þá var mestur hluti Eyrinnar óbyggður áfram.

Myndir frá afmælisfagnaði

50 ára afmæli 1. júlí

1. júlí 1969 veitti þjóðskjalavörður, Bjarni Vilhjálmsson, Héraðsskjalasafni Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu viðurkenningu sína, sem löglega stofnuðu héraðsskjalasafni samkvæmt ákvæðum laga frá 12. febrúar 1947 um héraðsskjalasöfn og reglugerðar um héraðsskjalasöfn frá 5. maí 1951.

Það er upphaf Kaupfélags Eyfirðinga...

Það var blíðuveður í Eyjafirði dagana fyrir sólstöður á því Herrans ári 1886. Vorið hafði verið kalt og gróður seint á ferðinni, en það hlýnaði upp úr miðjum júnímánuði og tóku þá tún að spretta svo um munaði. Miðvikudaginn 19. júní mældist hitinn á Akureyri 16,3° kl. 8 um morguninn og kl. 2 um daginn var hann kominn í 17,5°. Þennan dag hafði verið boðað til fundar um verslunarmál á Grund og upp úr hádeginu fóru menn að ríða í hlað, sumir komnir neðan af bæjum, aðrir lengst framan úr firði og enn aðrir komnir handan yfir Eyjafjarðará þótt vöxtur væri í henni eftir hita undanfarinna dægra.