Málverk Kristins G. Jóhannssonar af Heiðreki Guðmundssyni
Heiðrekur Guðmundsson fæddist 5. september 1910 á Sandi í Aðaldal. Hann var sonur skáldsins Guðmundar Friðjónssonar á Sandi og konu hans
Guðrúnar Lilju Oddsdóttur. Heiðrekur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum og vann að búi foreldra sinna lengstaf til
1939, bjó þá eitt ár í Reykjavík en flutti til Akureyrar 1940.
Þar vann hann fyrst verkamannavinnu, síðan í verslun og var lengi verslunarstjóri, en 1968 tók hann við starfi vinnumiðlunarstjóra
Akureyrarbæjar. Heiðrekur kvæntist 1940 Kristínu Kristjánsdóttur frá Bergsstöðum í Aðaldal og eignuðust þau 4
börn.
Á Akureyri bjuggu þau fyrst í Norðurgötu 26 en 1941 eru þau komin í Strandgötu 9. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu 1947
í Eyrarveg 23, sem var þeirra heimili til dánardags.
Fyrsta ljóðabók Heiðreks, Arfur öreiganna, kom út árið 1947 en sú síðasta, Landamæri, kom út árið 1987.
Heiðrekur lést 29.11.1988 en Kristín 19.10.2001.
Það er ánægjulegt á þessu afmælisári að fá að birta hér ljóð sem Heiðrekur orti á 125 ára
afmælisdegi Akureyrar 29. ágúst 1962, en trúlega hefur það ekki birst opinberlega áður. Ljóðið heitir Afmæliskveðja til
Akureyrar og hefst svo:
Við höfum lengi verið sátt,
vinskap haldið góðum.
Kannski áttu einhvern þátt
í öllum mínum ljóðum.
Hér fyrir neðan má sjá ljóðið í heild í uppkasti í handritum Heiðreks.
Héraðsskjalasafnið á Akureyri fékk handrit Heiðreks Guðmundssonar til varðveislu árið 2010 og má sjá skrá yfir þau
hér.