Héraðsskjalaverðir stofna starfshóp um rafræn gögn og varðveislu þeirra

Héraðsskjalaverðir hafa á undanförnum misserum rætt um langtímavarðveislu rafrænna gagna sveitarfélaga; nauðsyn, möguleika, kostnað og tæknilegar forsendur.

Tildrög þessa eru m.a. þau að Þjóðskjalasafn Íslands hefur sett fram óskir um að héraðsskjalasöfnin og þau sveitarfélög sem að þeim standa taki ákvörðun um hvort þau ætli að varðveita rafræn gögn á rafrænu formi en ekki á pappírsformi.
Þetta varð tilefni þess að Samráðshópur Félags héraðsskjalavarða um rafræn gögn og varðveislu þeirra var stofnaður á almennum félagsfundi 16. mars 2011.  Sjá nánar á vef Félags héraðsskjalavarða  HÉR