Sýningin "Manstu eftir búðinni"

Búðir í Strandgötu 11
Búðir í Strandgötu 11

Norræni skjaladagurinn, árlegur kynningardagur skjalasafna á Norðurlöndum er laugardagurinn 12. nóvember. Þema dagsins þetta árið er „Verslun og viðskipti“.  Héraðsskjalasafnið á Akureyri verður með sýningu í anddyrinu í Brekkugötu 17 af þessu  tilefni, hefst hún mánudaginn 14. nóvember og stendur til 25. nóvember.
Sýningin ber yfirskriftina „Manstu eftir búðinni?  Þar verða tínd til nöfn á sem flestum verslunum er

starfræktar hafa verið á Akureyri allt frá lokum einokunartímans til ársins 1980 og  þær staðsettar í hús.

Um er að ræða gríðarlegan fjölda verslana og engan veginn hægt að gera þeim öllum skil og þess vegna er leitað til alls almennings um viðbótarupplýsingar.

Sýningin mun standa til 25. nóvember og er opin mán.- fös kl. 10:00-19:00 og lau. kl. 11:00-16:00.