Safnið lánar skjöl á sýningu um Tryggva Þorsteinsson

Skjöl á sýningunni
Skjöl á sýningunni
Tryggvi Þorsteinsson, skólastjóri og skátahöfðingi með meiru hefði orðið 100 ára 24. apríl næstkomandi. Til að heiðra minningu hans hafa skátar á Akureyri sett upp glæsilega sýningu honum til heiðurs í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns.

Héraðsskjalasafnið geymir allstórt safn af skjölum frá Skátahreyfingunni á Akureyri og úr því voru valin nokkur skjöl sem tengjast Tryggva til að hafa á sýningunni.  Má þar t.d. nefna vatnslitateikningar, handskrifaðar vinnubækur o.fl.

Sýningin stendur út apríl.