Skjöl kvenfélags og sóknarnefndar af Svalbarðsströnd

Teikning frá 1960 af lóð Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd
Teikning frá 1960 af lóð Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd

Fyrir helgina bárust safninu merk skjöl úr Svalbarðsstrandarhreppi þar sem að á ferð voru skjöl frá Svalbarðskirkju og sóknarnefnd hennar og gerðabækur Kvenfélags Svalbarðsstrandar frá upphafi, þ.e.a.s. frá 1901 til 1989. Í fyrstu fundargjörð félagsins segir:

Sunnudaginn þ. 17. mars 1901 komu saman nokkrir kvenmenn að Tungu á Svalbarðsströnd. Tilgangur þeirra var að mynda ofurlítinn fjelagsskap, sem gæti verið þeim til skemmtunar sjerílagi, og máski gagns  með tímanum. Kom þeim saman um að fjelagsskapur þessi væri kallaður "Kvennfélag" af því að hann væri stofnaður af kvennfólki einusaman.