Pálmholt 60 ára - Sýning - Kvikmynd frá 1952

Í tilefni af 60 ára afmæli Pálmholts hefur verið sett upp sýning í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns þar sem má skoða sögu barnaheimilisins og leikskólans í máli og myndum.
Þar verður einnig sýnd stutt kvikmynd sem Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari  tók af starfinu á Pálmholti árið 1952 og er ómetanlegur fjársjóður fyrir sögu Pálmholts. Filman hefur verið geymd á Héraðsskjalasafninu á Akureyri síðan 1979. Hún var í eigu Kvenfélagsins Hlífar, sem stofnsetti barnaheimilið og var skilað inn á safnið ásamt öðrum gögnum kvenfélagsins það ár. Kvikmyndasafn Íslands tók DVD afrit af filmunni og er það eintak notað á sýningunni með góðfúslegu leyfi Egils Eðvarðssonar sem fer með höfundarrétt yfir efni föður síns.