150 ára gömul dagbókarfærsla

Akureyri við sólarupprás 25. mars 2013
Akureyri við sólarupprás 25. mars 2013
Í dag er heiður himinn og sólin skín, en sama dag fyrir 150 árum var veðrið ekki eins gott.
 
Sveinn Þórarinsson amtsskrifari á Möðruvöllum skráði 25. mars 1863 í dagbók sína eftirfarandi:

"Norðan drífa og leiðinlegt veður. Ég innfærði í KB umboðsins. Séra Þórður yfirheyrði hér börn. Ólafur á Reistará kom um kvöldið með veðleyfi frá Jóni á Skriðulandi. Ólafur gisti hjá mér, var drukkinn".