KA 85 ára

Við óskum félagsmönnum Knattpyrnufélags Akureyrar til hamingju með 85 ára afmælið, sem er í dag 8. janúar.  Félagið var stofnað í Hafnarstræti 23 en nánar má lesa um tilurð félagsins í stofnfundargerðinni.


Það er gott frá því að segja að talsvert af gögnum KA er varðveitt á Héraðsskjala-safninu en nánar má sjá  það á yfirlitinu hér

Í lögum um Þjóðskjalasafn er kveðið á um að félög sem njóta verulega styrks af opinberu fé skuli afhenda næsta héraðsskjalasafni eða Þjóðskjalasafni skjöl sín til varðveislu. Íþróttafélög falla undir þetta ákvæði en undanfarna mánuði hefur staðið yfir, á vegum Félags héraðsskjalavarða, átak í innheimtu skjala íþróttafélaga.  Senn lýkur því átaki en eigi að síður er ástæða til að hvetja forsvarsmenn íþróttafélaga í umdæminu til þess að fela safninu varðveislu skjala félaganna.