Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - skjöl kvenfélaga og félaga kvenna

Fréttabréf Kvennaframboðsins á Akureyri 1983
Fréttabréf Kvennaframboðsins á Akureyri 1983
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er ekki úr vegi að vekja athygli á skjölum kvenna í safninu.
Hér er því birtur listi yfir þau félög kvenna sem skilað hafa sínum skjölum til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Nánari upplýsingar um hvaða skjölum hvert félag hefur skilað má fá með því að fara í skjalaskrár hér til vinstri á síðunni, því næst í einkaskjöl og þá í félög og blasir þá við listi yfir þau skjöl sem lokið hefur verið við að ganga frá og skrá í safnið.
Auk þess má einnig finna í safninu skjöl frá einstaklingum og þar eiga nokkrar konur sín einkaskjalasöfn, sem eru þó því miður mun færri en einkaskjalasöfn karla.

Áfengisvarnanefnd kvenfélaga á Akureyri
Beta-deild (Akureyrardeild Delta Kappa Gamma – félags kvenna í fræðslustörfum)
Héraðssamband eyfirskra kvenna, sameinað Sambandi eyfirskra kvenna
Inner Wheel Akureyri (Rotary)
Kvenfélag Alþýðuflokksins, Akureyri
Kvenfélag Hríseyjar
Kvenfélag Hörgdæla
Kvenfélag Svalbarðsstrandar
Kvenfélagið Aldan, Öngulsstaðahreppi, sameinað Kvenfélaginu Voröld
Kvenfélagið Baldursbrá, Akureyri (áður Glæsibæjarhreppi)
Kvenfélagið Framtíðin, Akureyri
Kvenfélagið Freyja áður Góðgjörðafélagið Freyja, Arnarneshreppi
Kvenfélagið Hjálpin áður Hjúkrunarfélagið Hjálpin, Saurbæjarhreppi
Kvenfélagið Hlíf áður Hjúkrunarfélagið Hlíf, Akureyri
Kvenfélagið Iðunn, Hrafnagilshreppi
Kvenfélagið Samhygð, Hrísey
Kvenfélagið Voröld, Öngulsstaðahreppi, sameinað Kvenfélaginu Aldan
Kvennafrídagar
Kvennaframboðið/ Kvennalistinn á Akureyri
Kvennalistinn á Norðurlandi eystra
Kvennakór Akureyrar
Kvennasamband Akureyrar, sameinað Sambandi eyfirskra kvenna árið
Kvennasamband Eyjafjarðar
Kvenskátafélagið Valkyrjan
Málfreyjudeildin Rún
Samband eyfirskra kvenna, sameinað Kvennasambandi Akureyrar
Samband norðlenskra kvenna
Samtök um kvennaathvarf á Norðurlandi
Sinawik-klúbbur Akureyrar
Soroptimistaklúbbur Akureyrar
Söngfélagið Gígjan, Akureyri
Verkakvennafélagið Brynja
Zontaklúbbur Akureyrar

Félag héraðsskjalavarða á Íslandi gaf út skrá yfir skjöl kvenna í héraðsskjalasöfnum um allt land árið 2009 og má sjá hana hér.