Þjónustunámskeið

Þjónustustefna Akureyrarbæjar
Þjónustustefna Akureyrarbæjar
Starfsfólk Héraðsskjalasafns og Amtsbókasafns hafa nú tvo undanfarna miðvikudaga sótt námskeið um þjónustu. Námskeiðin eru hluti af innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar. Í fyrra skiptið flutti Örn Árnason
hugvekju um mikilvægi góðs samstarfs starfsmanna og skoðaði hlutverk starfsmanna frá ýmsum áttum með dæmisögum og leiktilþrifum.  Í seinna skiptið kom Margrét Reynisdóttir frá ráðgjafarfyritækinu Gerum betur og lét hún þátttakendur m.a. vinna með þjónustustefnuna og heimfæra hana upp á eigin störf.  Við þökkum Erni og Margréti fyrir komuna og höldum ótrauð áfram við að bæta þjónustuna.