Sóknarnefndaskjöl

Bægisárkirkja
Bægisárkirkja

Rúmt ár er liðið síðan Félag héraðsskjalavarða hratt af stað átaki, í samstarfi við Biskupsstofu, um söfnun skjala sóknarnefnda.  Einhver staðar segir að lengi megi eiga von á einum og víst má segja það í þessu tilviki því miðvikudaginn 16. mars barst okkur nokkuð af skjölum sóknarnefnda í Möðruvallaklaustursprestakalli. 

Þær sóknir sem um ræðir eru sóknirnar á Glæsibæ, Möðruvöllum, Bægisá og Bakka.  Elstu skjölin eru frá árinu 1909 og þau yngstu frá 2007 en það ár voru umræddar sóknir sameinaðar í eina þ.e. Möðruvallaklausturssókn.  Afhendingin samanstendur einkum af gjörðabókum, bréfum og bókhaldsgögnum. 

Á sama tíma fengum við líka afhent skjöl frá Ræktunarsambandi Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxnadalshreppa, Sauðfjárræktarfélagi Glæsibæjarhrepps, Veiðifélagi Hörgár og Fjáreigendafélagi Akureyrar.