Laust starf á Héraðsskjalasafninu

Laust er til umsóknar 100% starf skjalavarðar við Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Vinnutími er mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00 - 16:00.

Æskilegt er að viðkomandi hefji störf í maí eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til og með 23. mars.

Helstu verkefni skjalavarðar eru:

 • Vinna að söfnun, innheimtu og varðveislu skjala ásamt héraðsskjalaverði í samræmi við gildandi lög- og reglugerðarákvæði.
 • Hafa yfirumsjón með og vinnað að skráningu safnkosts og frágangi skjala til varanlegrar vistunar.
 • Veita ráðgjöf og leiðbeiningar og aðstoða skilaskylda aðila varðandi skjalavörslu og skjalastjórn og heimsækja stofnanir og fyrirtæki í því skyni. Taka þátt í eftirliti með skjalavörslu skilaskyldra aðila.
 • Annast afgreiðslu skjala til safngesta og aðstoða þá við upplýsingaleit. Framfylgja lögum og reglum um aðgang að skjölum og meðferð þeirra á lestrarsal.
 • Leita að heimildum og einstökum skjölum eða málum fyrir notendur safnsins og svara fyrirspurnum þeirra eftir því sem við á.
 • Annast millisafnalán og annast samskipti við önnur söfn eftir þörfum.
 • Undirbúa og setja upp sýningar og á vegum safnsins.
 • Annast kynningar á safninu út á við.
 • Taka þátt í markmiðssetningu og þróun stofnunarinnar.
 • Koma að gerð, þróun og uppfærslum á heimasíðu og öðru kynningarefni safnsins.
 • Önnur tilfallandi störf að beiðni yfirmanns, sem falla innan eðlilegs starfsviðs.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í sagnfræði, bókasafns- og upplýsingafræði eða sambærilegum greinum (BA, BS, B.Ed.) sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af skjalavörslu, skjalfræði og handritalestri.
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli.
 • Góð tölvukunnátta og þekking og reynsla af gagnagrunnum, ritvinnslu og reikniforritum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem og samstarfsvilji og færni í mannlegum samskiptum.
 • Þekking á lögum og reglugerðum varðandi skjalavörslu, varðveislu gagna og aðgengi að upplýsingum.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl 11:00 og 16:00 virka daga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lára Ágústa Ólafsdóttir í síma 460-1290 eða í gegnum netfangið lara@akureyri.is.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is