Haustfundur héraðsskjalavarða

Mynd frá haustfundi 2016
Mynd frá haustfundi 2016

Nú skal haldið á haustfund héraðsskjalavarða. Fundurinn er að þessu sinni haldinn í Borgarnesi en þar er einmitt eitt af 20 héraðsskjalasöfnum í landinu. Fundurinn stendur í tvo daga, fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. október og af þeim sökum verður safnið lokað báða þessa daga.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið herak@herak.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er.
Safnið verður svo opnað á hefðbundum tíma kl. 10.00 mánudaginn 14. október.