Fréttir

Lúðrasveit Akureyrar stofnuð fyrir 70 árum, þann 25. okt. 1942.

Í gögnum Lúðrasveitar Akureyrar í Héraðsskjalasafninu á Akureyri má m.a. finna stofnfundargerð frá 25. október 1942. Fundargerðin er líklega uppkast, en eiginleg fundargerðabók hefur ekki enn skilað sér til safnsins. Vonandi er hún vel geymd einhvers staðar og á eftir að sameinast öðrum gögnum Lúðrasveitar Akureyrar hér á safninu. Í stofnfundargerðina er þetta skráð:

,,Þess ber að geta, sem gert er...

...Þessi bók er gefin af cand.jur. Birni Halldórssyni, og kann félagið honum beztu þakkir." Þessi orð eru skrifuð á opnu fundargerðabókar Sundfélagsins Grettis, sem Héraðsskjalasafnið fékk afhent 1. október sl.  Bókin nær yfir árin 1937 – 1946. Það kemur fram í fyrstu fundargerð félagins að Björn Halldórsson lánaði ritaranum sjálfblekung til þess að skrifa fundargerðina og á öðrum fundi félagsins var Björn kosinn fyrsti formaður.  Hann hefur því gert félaginu ýmislegt gott.

Spítalavegur 1

Guðmundur Vigfússon skósmiður og Helga Guðrún Guðmundsdóttir kona hans byggðu sér hús við Spítalastíg 1 árið 1903. Guðmundur var fæddur 1864 á Hólabaki í Þingeyrasókn, Húnavatnssýslu en Guðrún árið 1866 á Njálsstöðum í Höskuldsstaðasókn, einnig í Húnavatnssýslu.

Ráðstefnugestir heimsækja Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Síðdegis í dag lauk ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða með aðalfundi félagsins. Fræðsluerindin stóðu fyrst til hádegis en um hádegið hélt hópurinn í mat á Amts-Kaffi-Ilmur. Að snæðingi loknum var gengið um  húsnæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og skjalaverðir leiddu hópinn um geymslur og ganga, skrifstofur vinnurými og lestrarsal. Þess má geta að geymslupláss safnsins mælist um 2,6 hillukílómetrar, en um það bil 1,6 hillukílómetrar eru þar af skjölum.

Ráðstefnan gekk vel í dag

Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi sem haldin er í Rósenborg gekk vel fyrir sig í dag, þar kom margt fróðlegt, gagnlegt og skemmtilegt fram sem fundarmenn taka heim með sér. Fjallað var um skjalavörslu grunnskólanna, ljósmyndaskráningu á söfnunum, sameiginleg söfnunarátök, aðfangaskráningu og rannsóknir á skjalasöfnunum svo nokkuð sé nefnt.

Fólkið í kaupstaðnum - Sýningin framlengd

Sýningin fólkið í kaupstaðnum hefur nú staðið í tæpan mánuð og hlotið talsverða athygli og hefur því verið ákveðið að framlengja hana út septembermánuð. Á sýningunni er tekið fyrir, eins og áður hefur komið fram, fólkið sem bjó á Akureyri árið 1862, þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindin. Hér að neðan má sjá dæmi um hvernig hver íbúi fær sína umfjöllun, þar sem gerð er grein fyrir ætt og uppruna, hjúskaparstöðu og börnum. Hvert hús fær því e.t.v. mörg svona blöð, allt eftir íbúafjölda hvers fyrir sig.

Hitaveita Akureyrar

Hitaveita Akureyrar var stofnuð árið 1977 en í nóvember það ár var heitu vatni hleypt á fyrsta húsið með formlegum hætti.  Húsið var Dvalarheimilið Hlíð.  Áhugi á að nýta jarðhita til húshitunar á Akureyri var alls ekki nýr en árið 1939 var skipuð nefnd til að veita forstöðu nauðsynlegum rannsóknum til undirbúning hitaveitu.  Nefndin starfaði til 1944 ef marka má fundargerðabókina.

Armstrong í Þorsteinsskála

Neil Armstrong varð fyrstur manna til þess að stíga á tunglið í júlí 1969.  Hann lést 25. ágúst síðast liðinn, mitt í hátíðahöldum Akureyringa vegna 150 ára afmælis kaupstaðarins.  Armstrong kom í hópi geimfara til Íslands sumarið 1967 og tók létta æfingu í jarðfræðirannsóknum á Öskju-svæðinu enda hafi Geimferðastofnun Bandaríkjanna komist að þeirri niðurstöðu að landslag á hálendi Íslands væri mjög svipað því sem væri á tunglinu.

Reglugerðin um kaupstaðarréttindin

Reglugjörð um að gjöra verslunarstaðinn Akureyri að kaupstað, og um stjórn bæjarmálefna þar, var prentuð á íslensku og dönsku hjá J.H. Schultz í Kaupmannahöfn 1862. Hér á eftir eru sýnishorn úr reglugerðinni.

Sýningin, Fólkið í kaupstaðnum, opnuð í dag

Í dag, föstudaginn 24. ágúst  hefst sýning Héraðsskjalasafnsins á Akureyri, Fólkið í kaupstaðnum, en hún er sett upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Sýningin samanstendur af skjölum, myndum og ættfræðiupplýsingum og nú gefst tækifæri til að athuga hvort einhver af forfeðrum, formæðrum eða ættingjum er meðal þessara fyrstu kaupstaðarbúa, sem reyndar voru 290 manns. Skjalaverðir aðstoða við leit ættfræðiupplýsinga. Sóknarmannatal Hrafnagilssóknar 31.12.1862 er lagt til grundvallar í sýningunni, íbúum  á Akureyri eru gerð skil þannig að sérhver maður hvort sem hann er fullorðinn eða barn fær ættfræðilega umfjöllun þar sem tilgreindir eru foreldrar, makar og börn.