Fróðleikur

Upphaf götulýsingar á Akureyri

Fyrir skemmstu fengum við fyrirspurn um upphaf götulýsingar á Akureyri.  Saga götulýsingar á Akureyri hefur ekki verið skrifuð en í fundargerðum bæjarstjórnar má sjá að farið var að huga að götulýsingu árið 1891.

Verkamannafélag Akureyrar var fyrsta eyfirska félagið í ASÍ

Laugardaginn 12. mars var þess minnst með ýmsum hætti að 100 ár eru liðin frá stofnun Alþýðusambands Íslands. Samkvæmt fyrstu lögum félagsins var tilgangur sambandsins að koma á samstarfi meðal íslenskra alþýðumanna á grundvelli jafnaðarstefnunnar, efla og bæta líkamlegan og andlegan hag alþýðu og kjósa menn úr sambandinu til opinberra starfa fyrir bæjar- og sveitarfélög. Stofnfélög ASÍ voru sjö, öll úr Reykjavík og Hafnarfirði. Fyrsta eyfirska félagið til þess að óska eftir inngöngu í ASÍ var Verkamannafélag Akureyrar og var það í árslok 1917.

Tónlistarskólinn á Akureyri 70 ára

Laugardagurinn 20. febrúar s.l. var dagur tónlistarskólanna.  Tónlistarskólinn á Akureyri hélt upp á daginn með stórtónleikum þar sem fram komu hljómsveitin 200.000 naglbítar og um 400 nemendur skólans. Flutt voru lög naglbítanna ásamt vel þekktum lögum, meðal annars í flutningi Helenu Eyjólfs en hún var leynigestur tónleikanna.

Svíar salta síld í Hrísey

Árið 1915 tók Alex Quirist í Gautaborg lóð á leigu í Hrísey og byggði all stóra síldarsöltunarstöð.  Stöðin samanstóð af tveimur húsum og bryggjum.  Húsin settu mikinn svip á þorpið, sem myndast hafði upp af svonefndu Sandshorni.

Gagnmerkar heimildir afhentar Héraðsskjalasafninu

Nú í vikunni var safninu færð gjörðabók Hins eyfirska ábyrgðarfélags frá árunum 1867 til 1876. Í henni segir m.a. frá því að þrír undirbúningsfundir að stofnun félagsins voru haldnir frá 1. nóvember 1867 til 14. janúar 1868 en stofnfundurinn var haldinn 14. febrúar 1868.

Hafís á Pollinum sumarið 1915

Í einkaskjalasafni Lárusar Rist sem varðveitt er í Héraðsskjalasafninu á Akureyri er póstkort með mynd af Akureyri sem tekin er 12. júlí 2015.

Fyrstu konur í sveitarstjórnum í Eyjafirði

Siglufjörður Anna Lára Hertervig kaupkona, kjörin árið 1966 og sat í bæjarstjórn til 1970. Ólafsfjörður Birna Friðgeirsdóttir húsmóðir, kjörin 1978 og var í 12 ár eða til 1990. Fjallabyggð Fyrstu konur í bæjarstjórn Fjallabyggðar voru Bjarkey Gunnarsdóttir Ólafsfirði og Jónína Magnúsdóttir Siglufirði en þær áttu sæti í fyrstu bæjarstjórn hins nýstofnaða sveitarfélags árið 2006.  Jónína hafði áður verið í bæjarstjórn Siglufjarðar.  Jónína var í bæjarstjórn til 2010 en Bjarkey til 2013 er hún tók sæti á Alþingi.

100 ára kosningaréttur kvenna

Það hefur ekki farið framhjá neinum að konur og vinnuhjú eiga 100 ára kosningaréttarafmæli nú um þessar mundir.  En það hefur ekki farið eins hátt að 19. júní 1915 fengu konur og vinnuhjú kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og árið 1915 voru konur búnar að fá kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna.

Vilhelmína var ekki eina konan á kjörskrá 1863

Vilhelmína Lever höndlunarborgarinna á Akureyri var fyrsta konan sem kaus í opinberum kosningum á Íslandi þegar hún kaus við fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í mars 1863.  Til þess að mega kjósa þurftu kjósendur að vera heiðarlegir, vera fullmyndugir menn þ.e. standa á eigin fótum, vera 25 ára eða eldri, uppfylla viss skilyrði varðandi búsetu og greiða 18 fiska eða meira til bæjarsjóðs Akureyrar.  Vilhelmína uppfyllti öll þessi skilyrði en það gerði Kristbjörg Þórðardóttir húskona líka. Vilhelmína mætti á kjörstað en Kristbjörg ekki.

Sölubúð á hjólum

Árið 1953 var tekin upp sú nýlunda að sérstakur sendibíll var gerður út á vegum Brauðgerðar KEA og fór um nágrannasveitirnar einu sinni í viku. Brauðbíllinn var á ferðinni alla virka daga frá 10 að morgni fram að kvöldmat.