Fréttir

Opnunartími um jól og áramót

Kæru viðskiptavinir! Yfir jól og áramót verður safnið opið sem hér segir: Þorláksmessa kl. 10:00-16:00 Aðfangadagur-Annar í jólum -Lokað Þriðjudagur 27. desember - Föstudagur  30. desember kl. 10:00-16:00 Gamlársdagur-Nýársdagur - Lokað Mánudagur  2. janúar 10:00-18:00

100 afhendingar á þessu ári

Í dag barst safninu skjalaafhending frá Brekkuskóla. Þar var um að ræða vídeómyndir úr skólastarfi Gagnfræðaskólans frá árunum 1989-1996.  Þar með náðist sá áfangi í sögu safnsins að afhendingar á einu ári næðu tölunni hundrað. Þar sem að enn eru 16 dagar eftir af árinu þá getur enn bæst við og eru allir hvattir til þess að huga vel að skjölum í sínum fórum. Héraðsskjalasafnið tekur við skjölum sem verða til við alla starfsemi á vegum sveitarfélaganna, svo og tekur það við skjölum frá félögum, fyrirtækjum og einstaklingum.