Á Héraðsskjalasafninu á Akureyri er að finna gögn frá sveitarfélögum á starfssvæði þess, meðal annars fundargerðabækur bæjar- og hreppsstjórna, bréfabækur, úttekta-, uppboðs-, og virðingabækur og ýmislegt fleira. Árið 2016 var hafist handa við að mynda gögn frá sveitarfélögunum til rafrænnar birtingar og hafa nú verið myndaðar alls 309 bækur og 277 teikningar af húsum.