Sveitarfélög

Hér er að finna gögn frá sveitarfélögum á starfssvæði safnsins, meðal annars gjörðabækur bæjar- og sveitarstjórna, bréfabækur, úttekta- og uppboðsbækur og virðingabækur. Nokkuð er misjafnt hvað er frá hverju sveitarfélagi en það helgast fyrst og fremst af því hvað safnið hefur fengið til varðveislu. 

Ekki er alveg samræmi milli sveitarfélaga hvað bækur eru nefndar. Sem dæmi eru áþekkar bækur nefndar sveitarbækur í einu sveitarfélagi en gjörðabækur hreppsnefndar eða fundabækur í öðru. Við uppröðun efnis er fylgt þeirri meginreglu að miða við nöfn bókanna.

Myndin á forsíðu sveitarfélaganna er af Kristínu Eggertsdóttur (1877-1924) en hún var fyrsta konan sem var kosin í bæjarstjórn á Akureyri. Hún var kjörin árið 1911 af sérstökum kvennalista og sat í bæjarstjórn í þrjú ár. Í bæjarstjórnartíð sinni sat hún í kjörstjórn, skólanefnd og fátækranefnd.