Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð og nær yfir Höfðahverfi, Grenivík og Látraströnd. Grýtubakkahreppur liggur að Þingeyjarsveit í austri, Svalbarðsstrandarhreppi í suðri, en Eyjafjörðurinn afmarkar mörkin til vesturs og norðurs. Hreppurinn tilheyrir Suður-Þingeyjarsýslu samkvæmt hefðbundinni sýsluskiptingu og var áður skilaskyldur gagnvart Héraðsskjalasafni Þingeyinga á Húsavík. Á Héraðsskjalasafninu á Akureyri hafa verið myndaðar 4 bækur frá Grýtubakkahreppi frá árunum 1901-1950 en Héraðsskjalasafn Þingeyinga hefur einnig myndað bækur frá hreppnum og er þær að finna hér.