Hrísey er næststærsta eyja við Ísland og er staðsett um það bil á miðjum Eyjafirði. Hennar er getið í Landnámabók og ætla má að byggð hafi verið þar síðan. Lengi tilheyrði Hrísey Árskógshreppi, en árið 1931 var Hríseyjarhreppur stofnaður sem sérstakt sveitarfélag. Árið 2004 sameinaðist Hríseyjarhreppur Akureyrarbæ. Samtals hafa verið myndaðar 4 bækur frá Hríseyjarhreppi frá árunum 1931-1947.