Grímseyjarhreppur

Getið er um Grímsey í Íslendingasögum en ekki er skýrt hvenær föst búseta hófst þar. Þó hefur verið samfelld búseta þar um aldaraðir og heimildir um nafnið Grímseyjarhrepp eru til frá fyrri hluta 19. aldar. Árið 2009 sameinaðist Grímseyjarhreppur Akureyrarbæ.