Hrafnagilshreppur

Norðurmörk Hrafnagilshrepps voru fram eftir öldum um Glerá en eftir að Akureyri hlaut kaupstaðarréttindi 1862 var miðað við bæjarmörkin. Að sunnan voru mörkin um Skjóldalsá og að austan voru mörkin við Eyjafjarðará. Árið 1991 sameinuðust Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur og Öngulsstaðahreppur og mynduðu sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit.