Hrafnagilshreppur lá frá bæjarmörkum Akureyrar í norðri og að Skjóldalsá í suðri. Eystri mörk hreppsins voru við Eyjafjarðará, en Hrafnagilshreppur var vestan meginn árinnar og Öngulsstaðahreppur austan megin. Árið 1991 sameinuðust Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur og Öngulsstaðahreppur og mynduðu sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. Samtals hafa verið myndaðar 23 bækur frá Hrafnagilshreppi frá árunum 1790-1946.