Öngulsstaðahreppur

Öngulsstaðahreppur lá til norðurs frá Saurbæjarhreppi, austan Eyjafjarðarár og voru mörkin að sunnan milli Öxnafells og Sámsstaða en að norðan við sýslumörk Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu norðan Austurhlíðar. Árið 1991 sameinuðust Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur og Öngulsstaðahreppur og mynduðu sveitarélagið Eyjafjarðarsveit.