Arnarneshreppur

Arnarneshreppur lá í vestanverðum Eyjafirði og náði frá Hillum í norðri og að Hörgá og fylgdi henni að hreppamörkum Skriðuhrepps milli Stóra- og Litla-Dunhaga. Fyrir 1824 hét hreppurinn Hvammshreppur en það ár voru hreppamörkin færð og hreppurinn fékk nýtt heiti. Árið 2010 sameinaðist Arnarneshreppur sveitarfélaginu Hörgárbyggð og fékk hið nýja sveitarfélag nafnið Hörgársveit.