Arnarneshreppur lá í vestanverður Eyjafirði og náði frá Hillum í norðri, niður eftir ströndinni að Hörgá og lá yfir neðanverðan Hörgárdal og fylgdi Hörgá að hreppamörkum Skriðuhrepps sem voru milli Stóra- og Litla-Dunhaga. Fyrir 1824 hét hreppurinn Hvammshreppur en það ár voru hreppamörkin færð og hreppurinn fékk nýtt heiti. Árið 2010 sameinaðist Arnarneshreppur sveitarfélaginu Hörgárbyggð sem þá fékk hið nýja nafn Hörgársveit. Samtals hafa verið myndaðar 18 bækur frá Arnarneshreppi frá árunum 1790-1939.