Skriðuhreppur

Skriðuhreppur náði yfir Hörgárdal frá Staðartungu og Miðhálsstöðum í Öxnadal, fyrir botn dalsins og út að vestanverðu að merkjunum milli Stóra-Dunhaga og Litla-Dunhaga. Allt til 1910 náði Skriðuhreppur einnig yfir Öxnadal en þá var Öxnadalur gerður að sérstöku sveitarfélagi. Árið 2001 sameinuðust Glæsibæjarhreppur, Öxnadalshreppur og Skriðuhreppur og mynduðu Hörgárbyggð. Árið 2010 bættist svo Arnarneshreppur við og fékk sveitarfélagið þá nafnið Hörgársveit.