Glæsibæjarhreppur náði til strandlengjunnar milli Glerárósa og Hörgárósa og sveitarinnar þar uppaf (Kræklingahlíðar) og Þelamerkur þ.e. svæðisins austan Hörgár frá ósum og inn að Öxnadalsá og Bægisá. Hreppurinn var kenndur við kirkjustaðinn Glæsibæ. Árið 2001 sameinuðust Glæsibæjarhreppur, Öxnadalshreppur og Skriðuhreppur og mynduðu Hörgársveit. Árið 2010 bættist svo Arnarneshreppur við og fékk sveitarfélagið þá nafnið Hörgárbyggð. Samtals hafa verið myndaðar 28 bækur frá Glæsibæjarhreppi frá árunum 1790-1942.