Hérađsskjalasafniđ á Akureyri

Héraðsskjalasafnið á Akureyri

Velkomin(n)

 

Fréttir

Rósa Einarsdóttir (1882-1965) frá Stokkahlöđum

Rósa Einarsdóttir var formađur sambandsins 1933-1952

Sókn og vörn ţau sífellt herđa,
sést ţađ best á nýjum blöđum.
Yfirvaldiđ er ađ verđa
undir Rósu á Stokkahlöđum.

Vísur verđa til af ýmsu tilefni en ţessi varđ til áriđ 1936 og ţađ var Davíđ Jónsson hreppstjóri á Kroppi sem orti. Sögupersónurnar voru Sigurđur Eggerz sýslumađur og Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöđum.

Rósa Einarsdóttir fćddist í Gnúpufelli í mars 1882 eđa fyrir 135 árum síđan. Hún var dóttir Einars Sigfússonar og Guđríđar Brynjólfsdóttur en Einar var sonur hjónanna í Gnúpufelli. Einar og Guđríđur bjuggu í Hrísum 1887-1891. Frá 1891 bjuggu ţau á Stokkahlöđum en Einar lést 1926 og Guđríđur bjó áfram til 1930 er börn ţeirra, Rósa, Aldís og Bjarni tóku viđ búskapnum.

Lesa meira

Kvennasöguganga 2017
Hólmfríđur M. Jónsdóttir (1907-1986) magister

Hólmfríđur Margrét Jónsdóttir

Hólmfríđur Margrét Jónsdóttir fćddist á Akureyri 5. maí 1907. Móđir hennar var ćttuđ úr Hörgárdalnum og var ekkja međ tvö börn á Akureyri. Fađirinn var skipstjóri frá Ísafirđi. Foreldrar Hólmfríđar gengu ekki í hjónaband og móđirin var ein međ börnin sín ţrjú um skeiđ á Akureyri en ţau fluttu svo í Mývatnssveit ţar sem Hólmfríđur ólst upp.

Hólmfríđur fór í Alţýđuskólann á Laugum í Reykjadal 1925-27 og síđan í Kennaraskólann og lauk ţađan prófi 1929. Hún tók gagnfrćđapróf á Akureyri 1930 og stúdentspróf í Reykjavík 1933 en eftir ţađ lá leiđin til Noregs. Hólmfríđur las norsku, ţýsku og ensku viđ Oslóarháskóla og varđ cand.mag í ţremur tungumálum 1948. Á námsárum sínum í Noregi vann hún fyrir sér međ kennslu og til ţess ađ auđvelda sér leiđ ađ námsstofnunum tók Hólmfríđur norskt kennarapróf.

Lesa meira

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf