Skjalavarsla

Skjalavarsla felur í sér skipulögð vinnubrögð við daglega meðferð og varðveislu skjala, í hvaða formi sem þau eru. Með skjalavörslu er m.a. átt við að unnið sé eftir fyrirfram ákveðnum aðferðum við skráningu og frágang bréfa og annarra skjala viðkomandi embættis eða stofnunar. Þannig á að vera ljóst hvaða skjalaflokkar verða til og hvaða starfsmenn vinna með skjölin, hvaða skjöl á að varðveita og hverju má henda, að aðgangsheimildir séu skýrar og að auðvelt sé að nálgast skjöl í skjalasafninu þegar á þarf að halda. Fyrstu skrefin við að innleiða skipulögð og fyrirfram ákveðin vinnubrögð geta verið erfið og þá er kannski best að byrja á því að hafa samband við starfsfólk Héraðsskjalasafnsins og þiggja aðstoð. Helstu reglur um skjalavörslu sveitarfélaga finnur þú hér og hér til hægri finnur þú einnig hjálplegt efni.