Skjalavefur

Hér á skjalavefnum okkar er hægt að skoða myndir af elstu gjörða-, bréfa- og virðingabókum sveitarfélaga, gjörðabókum sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu, gjörðabókum margra félaga á safnsvæðinu, manntölum á Akureyri 1902 - 1942 og ýmsu fleiru. Heimilt er að prenta eða hlaða niður efni við rannsóknir og fræðistörf og ber þá að nota tilvísunina sem birt er fyrir neðan nafn bókar/blaðs. Um tilvísanir við teikningar er rétt að hafa samband við starfsfólk, sem veitt getur nánari upplýsingar.  

Undirbúningur að skjalavefnum hófst árið 2016 en það ár voru keypt tæki og búnaður til ljósmyndunar á skjölum safnsins. Árið eftir var byrjað að ljósmynda og á hverju ári síðan hefur eitthvað verið myndað, eftir því sem aðstæður og fjárhagur hafa leyft. Skjalavefurinn var opnaður árið 2017 og þar eru skjölin birt þegar þau eru tilbúin. Í árslok 2022 var heildarfjöldi mynda á vefnum rúmlega 65 þúsund.  

Verkefnið er styrkt af Þjóðskjalasafni Íslands.