Opinber skjöl

 

Á Héraðsskjalasafninu eru varðveitt skjöl frá Akureyrarbæ, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppi og þeim hreppum sem áður voru á þessu svæði og hafa nú sameinast í fyrrnefnd sveitarfélög. Einnig skjöl frá sýslunefnd, héraðsnefnd, byggðasamlögum og öðrum samstarfsverkefnum sveitarfélaganna. Ennfremur skjöl allra embætta, stofnana, fyrirtækja og annarrar starfsemi á vegum ofangreindra aðila. Skjölin koma að stærstum hluta inn á safnið þegar þau hafa náð 20-30 ára aldri.

 

Akureyrarbær           Sveitarfélög utan Akureyrar          Eyjafjarðarsýsla og byggðasamlög