Skjalaskrár

 

Gagnaskrá skjalasafnsins er á FileMaker formi og liggur frammi útprentuð á lestrarsal. Í gagnaskránni eru um 49.500 færslur (maí 2022). Skjalaverðir aðstoða við leit í skránni.  

Skrána má sjá hér á vefnum og skiptist hún þar í tvo hluta, annars vegar opinber skjöl og hins vegar einkaskjöl.  Opinberu skjölin eru skjöl frá Akureyrarbæ, skjöl frá sveitarfélögunum sem að safninu standa og skjöl frá sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu og byggðasamlögum.  Einkaskjölin koma frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.

 

Útprentuð gagnaskrá á lestrarsal