Komdu norður

Komdu norður er líklega búið að skapa sér þann sess að flestir tengja það við tilraunir Akureyringa til þess að fá fleiri gesti til bæjarins, oftar er ekki í einhverjum lotum eða kynningarvikum. Kaupmenn, hótelstýrur, kokkar, leikhúsfólk og aðrir hafa sett saman auglýsingar þar sem miklir og góðir kostir þess að sækja Akureyri heim hafa verið tíundaðir og tilboð og ,,einstök tækifæri" hafa verið í boði undir merkjum Komdu norður.

Þó svo að fyrirbærið sé ekki nema nokkra ára þá er það auðvitað ekki nýtt að Akureyringar hafa reynt að lokka til sín gesti, s.s. með auglýsingum og bæklingum. Hér eru nokkur eldri sýnishorn um skíðaparadísina í Hlíðarfjalli.  Bæklingarnir eru í heild sinni að baki myndanna.