Jón Chr. Stephánsson (1829-1910), timburmeistari, ljósmyndari og bæjarfulltrúi Akureyri

Jón Chr. (Kristinn) Stefánsson fæddist í Hrísey. Hann lærði trésmíði um tvítugt og fór að því búnu til Kaupmannahafnar og lagði stund á stórskipasmíði og lærði ljósmyndun. Hann settist að á Akureyri 1858 og bjó þar síðan. Á Akureyri smíðaði hann mörg hús og margir lærðu hjá honum trésmíði. Hann var bæjarfulltrúi í mörg ár og var virkur í Góðtemplarahreyfingunni. Hann eignaðist Aðalstræti 52 árið 1862 og bjó þar til 1910. Í húsinu hafði hann smíðaverkstæði og ljósmyndastofu í áföstum skúr. K1. Þorgerður Björnsdóttir (1828-1879), K2. Jóna Kristjana Magnúsdóttir (1855-1926).

Árið 2022 voru teikningar frá Jóni Chr. Stephánssyni ljósmyndaðar. Teikningarnar eru af Gamla apótekinu (Aðalstræti 4), funda- og leikhúsi templara á Barðsnefi, Hótel Akureyri (einnig kallaður Jensensbaukur) og Möðruvallakirkju í Hörgárdal.

Teikningar Jóns Chr. Stephánssonar

Tilvísun: HskjAk. G-118/1 Jón Chr. Stephánsson, Akureyri. Teikningar.