Norræni skjaladagurinn er haldinn árlega annan laugardag í nóvember og árið 2014 bar hann upp á 8. nóvember. Það ár var þema dagsins vesturfarar. Í Héraðsskjalasafninu á Akureyri er varðveitt mikið magn heimilda sem snerta Vestur-Íslendinga. Þar eru sendibréf, dagbækur, ljósmyndir og endurminningar fjölmargra einstaklinga sem tóku sig upp og fluttu til fjarlægs lands. Einnig er þar að finna heimildir um ástæður flutninganna, uppboð og úttektir, kirkjubækur, manntöl og fleiri opinberar heimildir sem snerta brottför fólksins.
Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Akureyri var fremstur í flokki hér Norðanlands við að koma á tengslum við Vestur-Íslendinga, hann fór fjölmargar ferðir vestur og kom heim með handrit, myndir og upplýsingar um fólki og ættir. Mikið af þessum heimildum er nú varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri og var uppistaða í örsýningu sem sett var upp í tilefni dagsins.
Héraðsskjalasafnið á Akureyri lagði fram þrjú innslög á vef skjaladagsins sem báru nöfnin „Uppboð á búi vesturfara", „Fjölskyldusaga vesturfara" og „Úttektir í Saurbæjarhreppi árið 1883." Innslögin má sjá hér neðar á síðunni.
Guðrún Sumarrós Guðmundsdóttir
Hún var 13 ára þegar hún flutti til Vesturheims
Hér er hægt að sjá myndir frá sýningunni
HÉR MÁ SJÁ PISTILINN „UPPBOÐ Á BÚI VESTURFARA"
HÉR MÁ SJÁ PISTILINN „FJÖLSKYLDUSAGA VESTURFARA"