Safnið fékk góða gjöf

F.v. Helgi Örlygsson, Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Eiður Gunnlaugsson
F.v. Helgi Örlygsson, Aðalbjörg Sigmarsdóttir, Eiður Gunnlaugsson

Héraðsskjalasafninu á Akureyri var færð góð gjöf nú í vikunni, en það var borðtölva og skanni til notkunar fyrir gesti safnsins á lestrarsal.  Gefendur voru Nýja kaffibrennslan og Kjarnafæði á Akureyri.

Ónefndur hollvinur og dyggur notandi safnsins hafði fundið til þess að svona tæknibúnað vantaði, þar sem þægilegt gæti verið að geta sjálfur skannað þau skjöl sem verið væri að skoða og getað tekið þau þannig með sér.

Hann hafði síðan forgöngu um það að áðurnefnd fyrirtæki keyptu þessi tæki og gáfu safninu.

Helga Örlygssyni hjá Nýju kaffibrennslunni og Eiði Gunnlaugssyni hjá Kjarnafæði færum við bestu þakkir.