Merki bæjarins

Ein af tillögunum um bæjarmerki
Ein af tillögunum um bæjarmerki

Í október 1959 birtu bæjarblöðin auglýsingu frá bæjarstjóra þar sem auglýst var samkeppni um  merki fyrir Akureyri.  Merkið skyldi vera einfalt og á einhvern hátt táknrænt fyrir staðinn og var verðlaunum heitið fyrir hæfasta merkið. 

Samkvæmt frétt í Íslendingi 9. október þá var kveikjan að þessari samkeppni m.a. sú að árinu áður var haldið hér vinabæjamót og allir aðrir en Akureyri áttu sitt ákveðna merki.  Að vísu hafði bærinn látið hanna merki árið 1930 en það þótti of margbrotið og ekki verið notað þess vegna.  Yfir 20 tillögur að merki bárust og sýnishorn af þeim er að finna hérna.

Ekki er vitað hvernig samkeppninni lauk, heimildir eru þöglar um það,  en þegar 100 ára afmæli kaupstaðarins var fagnað árið 1962 var ákveðið að nota merkið frá 1930.  Um merkið má lesa meira á vefsíðu norræna skjaladagsins 2005 og er bein tenging hérna. 

Til fróðleiks má geta þess að skjaladagurinn er haldinn árlega, annan laugardag í nóvember og er kynningardagur skjalasafna á Norðurlöndum.