Norræni skjaladagurinn

Norræni skjaladagurinn er sameiginlegur kynningardagur opinberra skjalasafna á Norðurlöndum.  Dagurinn er haldinn árlega, annan laugardag í nóvember.

Upphaflega var ákveðið  að annað hvert ár skyldi dagurinn helgaður sameiginlegu norrænu þema. Þess á milli áttu söfnin að hafa frjálsar hendur um val á þema. Árið 2006 var ákveðið að hafa sameiginlegt þema þriðja hvert ár og skyldi þemað ákveðið og kynnt á norrænum skjaladögum árið áður. Það fyrirkomulag hefur haldist að mestu leyti síðan.

Mörg skjalasöfn opna hús sín fyrir almenningi á þessum degi og vekja athygli á tilteknum skjalaflokkum, oft með því að setja upp sýningar á völdum skjölum sem tengjast þema dagsins hverju sinni. Önnur setja upp sýningar sem tengjast skjaladeginum með einhverjum hætti, en standa uppi í lengri tíma. Óhætt er að fullyrða að eitthvað sé á döfinni hjá flestum skjalasöfnunum um þetta leyti ársins.