Skjöl eru skemmtileg

Á sýningunni Skjöl eru skemmtileg voru sýnd skjöl úr Eyjafirði, mánuð í senn. Í janúar voru sýnd 140 ára skjöl, í febrúar 130 ára skjöl og þannig koll af kolli niður í 40 ára gömul skjöl. Í október var reglan brotin og sýnd bleik skjöl frá árunum 1906-1978 til að minna á söfnunar- og árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands gegn brjóstakrabbameini sem hefur bleikan lit sem sitt einkenni. Meðal þess sem sýnt var í apríl, voru lög frá rjómabúi Svarfdæla, sveitarblaðið Tilraun úr Öngulsstaðahreppi og blaðið Lundur sem var handskrifað blað á Oddeyri.

 

  

 

 

Til baka