Norræni skjaladagurinn 2011 - Manstu eftir búðinni?


Norræni skjaladagurinn, árlegur kynningardagur skjalasafna á Norðurlöndum, var árið 2011 haldinn laugardaginn 12. nóvember og var þema dagsins „Verslun og viðskipti“. Héraðsskjalasafnið setti upp sýningu af þessu tilefni, og stóð hún dagana 14. nóvember – 3. desember. Sýningin bar yfirskriftina „Manstu eftir búðinni?“ Fundin voru nöfn á verslunum sem starfræktar höfðu verið á Akureyri allt frá lokum einokunartímans til ársins 1980 og þær staðsettar í hús. Um var að ræða gríðarlegan fjölda verslana og var því engan veginn hægt að gera þeim öllum full skil. Því var einnig leitað til almennings um viðbótarupplýsingar. Sýningin vakti mikla athygli og var hún síðan lánuð og sett upp í Bókasafni Eyjafjarðarsveitar og í Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. 
Einnig voru sendir þrír pistlar á vef skjaladagsins en þeir pistlar hétu „Áfengissala kaupmanna á Akureyri", „Áfengisverslun ríkisins á Akureyri" og „Vilhelm Knudsen kjötkaupmaður á Akureyri"
  


hér má sjá fleiri myndir frá sýningunni

Hér má sjá pistilinn „Áfengissala kaupmanna á Akureyri"

Hér má sjá pistilinn „Áfengisverslun ríkisins á Akureyri"

Hér má sjá pistilinn „Vilhelm Knudsen kjötkaupmaður á Akureyri"

Til baka