Norræni skjaladagurinn 2009 - Konur og kvenfélög

 

15. apríl 2009 hófst átak Félags héraðsskjalavarða og Kvenfélagasambands Íslands á söfnun skjala kvenfélaga um land allt. Söfnunarátakinu lauk formlega 15. nóvember.  Efni norræna skjaladagsins 2009, sem að þessu sinni bar upp á 14. nóvember, tengdist átakinu og var þema dagsins konur og kvenfélög.

Héraðsskjalasafnið á Akureyri tók þátt í skjaladeginum með framlagi á vef skjaladagsins og þann 4. nóvember var opið hús og heitt á könnunni á safninu í Brekkugötu 17 frá kl. 12:00 til 17:00. Þann dag var einnig opnuð sýning sem var helguð kvenfélögum í héraðinu og stóð hún út nóvembermánuð. Umfjöllun um sýninguna var birt í Vikudegi 26. nóvember.  

 

 

 

Hér má sjá fleiri myndir frá sýningunni 

Hér er frétt um sýninguna í Vikudegi

HÉR MÁ SJÁ PISTILINN „KVENFÉLAGIÐ BALDURSBRÁ AKUREYRI“

HÉR MÁ SJÁ PISTILINN „KVENFÉLAGIÐ IÐUNN“

Til baka