Afmælissýning Tryggva Þorsteinssonar


 Safnið tók þátt í sýningu til heiðurs Tryggva Þorsteinssyni, skólastjóra og skátahöfðinga sem hefði orðið 100 ára þann 24. apríl 2011. Skátar á Akureyri settu upp sýninguna í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns. Héraðsskjalasafnið geymir allstórt safn af skjölum frá skátafélögum á Akureyri og úr því voru valin nokkur skjöl sem tengjast Tryggva til að hafa á sýningunni. Má þar t.d. nefna vatnslitateikningar, handskrifaðar vinnubækur o.fl.