Teikningar Kristins G. Jóhannssonar frá 1962

Norðurgata 17
Norðurgata 17

Að beiðni undirbúningsnefndar vegna 100 ára afmælis kaupstaðarins teiknaði Kristinn G. Jóhannsson myndir af gömlum húsum í bænum.

Gerð voru póstkort eftir þeim og þau seld, ásamt fleiri minjagripum.  Stykkið kostaði 3 krónur en átta kort saman 20 krónur. Sjö af myndum Kristins eru á lestrarsal Héraðsskjalasafnsins og sex gerðir póstkorta eru í geymslum.  Fengur væri í að eignast allar gerðirnar.

Teikningarnar og póstkortin sem til eru á safninu má sjá hér.